föstudagur, 11. mars 2016

Íris bloggar..


Velkomin á bloggið mitt.


Ég heiti Íris Björk Hlöðversdóttir.
Eiginkona, móðir,stjúpmóðir.
Mottó
"Að njóta lífsins og alls þess fallega og góða sem það hefur uppá að bjóða.
Að horfa alltaf í átt til sólar, þannig falla skuggarnir sjálfkrafa að baki."

Það hefur verið að velkjast um í mér í nokkur ár hvort ég ætti að starta opnu lífstíls bloggi, ekki síst sökum áskorana frá vinum, fjölskyldu og velunnurum. Ég hef melt þessa pælingu vel og lengi og nú ákveðið að láta af því verða. V
onandi er ég að stíga rétt skref með því og óskandi að þetta muni verða skemmtilegt verkefni og vettvangur gjöfulla samskipta, bæði mér og þér lesandi góður til ánægju, fræðslu og yndisauka. 


Öll erum við að fást við allskyns verkefni í lífum okkar og eru þau jafn misjöfn og þau eru mörg. Mér hefur verið mjög hugleikið eftir að hafa fengið þær "gjafir" í lífinu að lenda í slysi sem hafði slæmar afleiðingar á stoðkerfi mitt og að auki að greinast með gigtarsjúkdóma og svo miðtaugakerfissjúkdóminn MS árið 2008, svo fátt eitt sé nefnt, að gera mitt besta í stöðunni hverju sinni. Að halda í jákvæðnina og bjartsýnina getur "flutt fjöll" segi ég, og einnig er svo margt sem við getum gert til að stuðla að betri og bættri líðan okkar með því að vanda hvað við borðum og hvernig við förum með okkur.

"Það þýðir ekkert að setja bensín á dísel vél og kvarta svo yfir því að hún 
virki ekki sem skyldi"

Svo að, velkomin á bloggið mitt og endilega þið sem kíkið við skiljið eftir ykkur "fótspor" á síðunni í formi umsagnar um hvað ykkur finnst um þetta uppátæki mitt. 

Svo væri gaman að fá umsagnir undir póstana mína þegar þeir byrja að fæðast.



Með kærri kveðju,

Íris Björk







13 ummæli:

  1. Vá þetta er fábært ferðalag sem þú ætlar í <3 og mig hlakkar til að fá að fylgjast með ;)

    SvaraEyða
    Svör
    1. Takk Ríkey mín.. :) já, það sem manni dettur ekki í hug að framkvæma er fátt! ;)

      Eyða
  2. Svör
    1. Hahahahaha :) .. Anna mín, mér tókst að laga það. Svooo dugleg sko :)

      Eyða
  3. Áfram þú, undir regnboganum, í lífsins ólgusjó. 😘

    SvaraEyða
    Svör
    1. Takk elsku kæra vinkona mín.. ást og virðing <3

      Eyða
  4. Gott hjá þér ,þetta er bara gaman ! Gangi þér vel ;)

    SvaraEyða
    Svör
    1. Sæl Kristín og kærar þakkir.. kíkti við hjá þér eftir að ég sá kommentið frá þér og sé að þú ert með stórt og fallegt blogg í gangi og ég hlakka til að skoða það betur. Ég var að reyna að finna hnapp á blogginu þínu þar sem að ég get followað þig en kann ekki nógu vel á það ennþá.. haha :) kannski þú gætir leiðbeint mér!
      Kær kveðja, Íris.

      Eyða
  5. Vel gert hlakka til að fylgja þér elzkan :)

    SvaraEyða
    Svör
    1. Ahh.. takk elskan mín - Einhversstaðar byrjar maður ;)
      knús :*

      Eyða
  6. Til hamingju með bloggið, hlakka til að fylgjast með ☺️

    SvaraEyða
  7. Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

    SvaraEyða